Stóru málin
Stóru málin á DV
Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir mögulegt að lækkað greiðslubyrði heimila að meðaltali um 50 þúsund krónur ef Orkuveitan lækkar gjaldskrá Orkuveitunnar í stað þess að greiða arð til eigenda sinna, Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélaga sem eiga í Orkuveitunni. Þetta er meðal þess sem kom fram í hlaðvarpsþættinum Stóru Málunum, þar sem Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og Hildur fóru yfir borgar- og landsmálin í stjórnmálunum.
Hildur bendir á að borgarbúar hafi tekið á sig miklar gjaldskrárhækkanir, lánað Orkuveitunni þegar harðnaði í ári í gegnum borgarstjórn Reykjavíkur, og hefur þannig axlað heilmikla ábyrgð gagnvart fyrirtækinu án þess að fá mikið til baka.
Til stendur að greiða út arð til eigenda Orkuveitunnar í sex ár, nokkuð sem stjórn Orkuveitunnar hefur varið. Og á þeim tíma geta heimilin sparað um 300 þúsund krónur verði gjaldskrá lækkuð í stað þess að greiða út arð. Þá var einnig rætt um stöðu öryrkja og átök vegna fjárlagafrumvarps þar sem til stendur að lækka greiðslur til öryrkja úr fjórum milljörðum niður í rétt tæpa þrjá milljarða. Stóru málin eru í umsjón Vals Grettissonar, ritstjóra Reykjavík Grapevine og Bjartmars Alexanderssonar, blaðamanns DV og eru vikulega á dagskrá á vef dv.is