Lífæðar landsins

Lífæðar landsins


Full orkuskipti möguleg árið 2050

August 25, 2023


Fullum orkuskiptum verður ekki náð árið 2040 eins og markmið stjórnvalda segja til um samkvæmt nýrri raforkuspá sem Landsnet gaf út í gær, 24. ágúst 2023. En góðu fréttirnar eru þær að við getum enn orðið jarðefnaeldsneytislaus árið 2050, að því gefnu að allt vinni saman; markaðurinn, uppbyggingin, ábyrg notkun og takmörkun á umhverfisáhrifum.


Svandís Hlín Karlsdóttir framkvæmdastjóri viðskipta- og kerfisþróunarsviðs hjá Landsneti og og Gnýr Guðmundsson forstöðumaður kerfisþróunar hjá Landsneti eru viðmælendur þáttarins í dag. Við ætlum að ræða nýju raforkuspána og þörfina á nýrri nálgun og nýrri hugsun í orkumálum þjóðarinnar til framtíðar.