90 mínútur

90 mínútur


90 mínútur með Hólmari Erni Eyjólfssyni

January 17, 2019

Hólmar Örn Eyjólfsson, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu hefur átt merkilegan feril þrátt fyrir ungan aldur. Hann ólst upp á flakki en hefur verið í atvinnumennsku í tæp tólf ár sjálfur. Faðir hans er, Eyjólfur Sverrisson, einn besti knattspyrnumaður sem Ísland hefur átt. Hólmar ólst upp í HK en hefur á ferli sínum spilað á Englandi, Belgíu, Þýskalandi, Noregi, Ísrael og nú í Búlgaríu. Hann er í dag í endurhæfingu eftir alvarleg meiðsli.