433.is
90 mínútur með Jóhanni Berg Guðmundssyni
Jóhann Berg Guðmundsson hefur verið einn besti knattspyrnumaður Íslands síðustu ár, hann er á sínu þriðja tímabili með Burnley í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann hefur staðið sig vel. Jóhann fór í atvinnumennsku fyrir tíu árum, hann lék með AZ Alkmaar í fimm og hálft ár. Jóhann lék með Charlton á Englandi í tvö ár, áður en hann fór til Burnley. Jóhann hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu í fjölda ár. Hann hefur upplifað góða og slæma tíma á ferlinum, ungur að árum fékk hann höfnun frá stórliðum þegar hann hafði slitið krossband.